Minningarsjóður Bryndísar Arnardóttur


Um Sjóðinn

Minningarsjóður Bryndísar Arnardóttur (Billu) var stofnaður til minningar um hæfileikaríkan myndlistarkennara sem hvatti og leiðbeindi að æfistarfi. Markmiðið er að styðja upprennandi listakonur með því að veita fjárhagslega styrki, þeim sem ellegar ættu ekki greiðan aðgang að vandaðri menntun og þjálfun á sviði sjónlista. Stefnt er að því að halda áfram arfleið Billu um hvatningu og valdeflingu, til að tryggja að fleiri konur geti þróast, kannað og skarað fram úr í heimi sjónrænna listir.

Sjóðurinn er opinn fyrir ummsóknir fyrir skólaárið 2023-2024.


Styrkumsóknir

  • Fyrir hverju má ég sækja um styrk?

Styrkir eru veittir til hverskins endurmenntunar á sviði sjónlista. Allt slíkt nám, frá styttri námskeiðum í heimabyggð eða á netinu, til frammhaldsmenntunar erlendis og allt þar á milli, er ummsóknarhæft.

  • Hvernig sæki ég um styrk?

Ummsóknir er mótteknar í gegnum tölvupóstfang sjóðsins (minningarsjodur(at-merki)gmail.com). Senda þarf inn upplýsingar um ummsækjanda , senda inn stutt kynningarbréf (þar sem fram kemur ástæða ummsóknar og hvattning að baki), eitt meðmælabréf og sýnishorn af fyrri lystsköpun sem viðhengi. Farið er með allar upplýsingar um umsækjendur sem trúnaðarmál og er eytt ásamt viðhengjum, af matsyfirferð lokinni. Að undanskildum þeim upplýsingum sem nauðsinlegar eru til greiðslu styrks. Allar umsóknir eru yfirfarnar að minsta kosti einu sinni á ári af matsnefnd. Matsnefnd er skipuð til árs í senn og samanstendur til dæmis af kenslukonum, listakonum, vinkonum, frænkum, mæðrum og dætrum. Úthlutanir sjóðsins til einstælinga taka mið af: tegund náms sem sótt er um styrk fyrir, fjölda umsókna, og stöðu sjóðsins.

Vænntanlegum styrkþegum er að lokum boðið til viðtals við fulltrúa sjóðsins sem má þyggja eða hafna.

  • Er ég líkleg til að fá styrk?

Helst vildum við að allir gætu fengið styrk, en enn sem komið er, er það ekki raunhæft fyrir sjóðinn. Því fer úthlutun eftir eftirfarandi forgangsröðun þar sem samspil eftirnefndra þátta er vegið og metið með hverri umsókn. Þættir til dæmis um forgangsröðun: vilji og ástæða til endurmenntunar, möguleikar til sjálfstæðrar framfærslu, börn á framfæri ofl..

  • Hvað gerist ef ég fæ styrk?

Fulltrúi sjóðsins setur sig í samband og útskýrir nánar úthlutunarregglur sjóðsins. Greiðslum er svo hagað eftir sammkomulagi. Styrkþegum er að lokum boðin nanfleynd að hálfu sjóðsins.


Hvernig er hægt að styrkja?

Minningarsjóður Bryndísar Arnardóttur (kt: 4205231220) er skráð góðgerðarfélag á almannaheillaskrá skattsins (link) með staðfesta skipulagsskrá (link). Frammlög eru því að hluta frádráttarbær frá skatti (link). Fjármál sjóðsins eru endurskoðuð árlega af sjálfstæðum endurskoðanda. Fyrir staka styrki, er móttökureikningur sjóðsins: 0133-26-014635 kt: 4205231220 Styrkjendur sem kjósa mánaðarlega áskrift er bennt á að senda tölvupóst á minningarsjodur(at-merki)gmail.com


Um Billu

Þessi texti er í vinnslu Bryndís Arnardóttir (Billa) fæddist á Akureyri 25. júní 1960 og ólst þar upp. Hún var dóttir Arnheiðar Kristinsdóttur tannsmiðs og Arnars Ragnarssonar, brautryðjanda. Billa kom fram í þætti Gests Einarssonar Hvítir Mávar 2015.